Sköpunarkenningin gengur út á að mannfólkið, Jörðin, og restin af alheiminum
hafi upphaflega veri sköpuð, en ekki sprungið af tilviljun út úr tómi í
handahófskennda tilveru. Við búum á yfirborði lítils, stórkostlega smíðaðs,
sjálfvirks geimfarakosts.
Í bland við sjálfsbjargarviðleitni, landvinninga og dauðann, berum við
fegurð, angan, ást og tónlist vitni. Veltu þessu fyrir þér. Stærðfræði,
heimspeki, vorið, siðspilling, landbúnaður, tilhugalíf, dulstirni,
tyggigúmmí; allt komið af tómi? orðið til af tilviljun...?
Af öllum þeim kynslóðum sem byggt hafa Jörðina, höfum við síst afsökun fyrir
að viðurkenna hljóða viðurvist Vísindalega Stærðfræðingsins sem kom öllu,
sem í kringum okkur er, af stað. Við ættum að vera full af lotningu, en
ekki hroka og efasemdum.
Fyrir um 3.000 árum ritaði Davíð konungur Ísrales: „Þegar ég horfi á
himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað
er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir
þess?“ (Sálmarnir 8:4-5)